Danskt rúgbrauð (auðvelt)
Ég flutti til Íslands út af ástinni og gat hvergi fundið rúgbrauð. Í Danmörku borða börn þetta frá sex mánaða aldri í hádeginu, og mig langaði að gefa tvíburunum mínum það – með alls konar áleggi . Ég leitaði lengi á netinu að einfaldri uppskrift og fann þessa. Nú baka ég þetta næstum á hverri helgi. Brauðið fer beint í frysti og öllum á heimilinu finnst það dásamlegt.
Þessi uppskrift er töluvert þægilegri en margar aðrar uppskriftir á rúbrauði, það þarf allavega ekki að vera í ofni yfir nótt. Allt hráefni fæst í krónunni og rúgkjarnar skornir eru til í krónunni heima frá grøn balance. Það þarf að nota hrærivél fyrir þessa uppskrift.
2 brauð.
Hráefni:
50 g þurrger
6 dl vatn
125 g sólblómafræ
100 g hörfræ
400 g Rúgkjarnar skornir
200 g heilhveiti
150 g hveiti
750 g rúgmjöl
1 líter súrmjólk
25 g salt
1 msk brúnn sósulitur (val, en gerir brauðið fallega brúnt)
Aðferð:
Setjið vatn og súrmjólk í skál og hrærið vel í hrærivél.
Bætið við sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna og salti við og hrærið vel (þarna má setja sósulitinn við ef vill).
Bætið við þurrgeri, heilhveiti, hveiti og rúgmjöli við og hrærið.
Látið deigið standa með viskastykki yfir skálinni í 2-3 klukkutíma.
Smyrjið brauðformin og skiptið deiginu á milli formanna (gott að vera í hönskum).
Látið hefast í aftur í 1 klukkutíma.
Hitið ofninn á 200 °C blástur.
Þegar ofninn er orðinn vel heitur og kominn tími að setja brauðinn í ofninn, lækkið þá hitann niður í 160°C og setjið brauðin í ofninn.
Baksturstími er 1 klst og 30 mín.
Sara Løye
Íbúi á Eskifirði og hjúkrunarfræðingur hjá HSA.