Grjónagrautur í le creuset
Grjónagrautur er vinsæll á flestum heimilum. Margir mikla það fyrir sér að gera grjónagraut frá grunni, því það tekur tíma og þarf að standa næstum stöðugt yfir pottinum. Ef það er ekki gert þá brennur grauturinn í botninum og það er ekki skemmtilegt að þrífa. Það er því hentugt er að kaupa tilbúinn graut út í búð eða nota þá aðferð að elda í ofni, en það nær aldrei að vera jafn gott og að búa til frá grunni í potti.
Steypujárnspottar eins og le creuset eru fullkomnir til þess að nota í hægeldun, sem er galdurinn við hinn fullkomna grjónagraut. Steypujárn hefur þann eiginlega að þeir halda hita mjög jafnt og heldur honum lengi og þeir hafa einnig þann eiginleika að minni líkur er að maturinn festist í botningum og er auðvelt að þrífa þessa potta. Það þarf samt alltaf að passa að hitinn sé jafn, ekki of hár og hræra reglulega.
Grjónagrautur fyrir ca 5 manns
Hráefni:
250 ml vatn
200 g grjón
1 líter mjólk
1 msk vanillusykur með svörtum kornum
Aðferð:
Vatn sett í pott og beðið eftir að suða kemur upp, þá er hrísgrjónin sett út í.
Leyfið þeim að sjóða/malla í vatninu þangað til að allt vatn er farið.
Bætið allri mjólk við og ná suðu.
Minnkið hitann og látið malla í 30 mínútur ef ekki aðeins meira. Bara smakka til að sjá hvenær grjónin eru til.
Bætið 1 msk af vanillusykri út í og hrærið vel
Linda Bragadóttir, íbúi á Eskifirði.