Heimatilbúnir kartöflubátar og kokteilsósa
Ekki bara er það sparnaður að gera kartöflubáta og kokteilsósuna sjálfur þá er það bara miklu betra. Þegar ég er með steiktan fisk þá verð ég að hafa heimatilbúna báta og kokteilsósu með. Mamma gerði það þannig og ég er ósköp vanaföst þegar kemur að þessu kombói.
Kartöflur
3 stk bökunarkartöflur
maldon salt
ólífuolía
Aðferð:
Skerið kartöflur í báta, ekki taka hýðið af.
Setjið í skál og veltið upp úr olíu.
Setja kartöflubáta á plötu og strá salti yfir
Bakið í ofni á 200 gráðum í 40-45 mínútur.
Kokteilsósa
2 hlutar majónes
1 hluti tómatsósa
1 tsk bbq sósa
1 tsk gróft dijon sinnep
Allt blandað saman í skál. Þegar talað er um 1 hluta af einhverju, er verið að meina t.d. 1 dl majónes á móti 1/2 dl tómatsósu. Annars er lang best að smakka sig til með bbq sósuna og sinnepið.
Elín Rún Sizemore
Íbúi á Eskifirði. Rafvirki og meistaranemi hjá Háskóla Íslands í heilsueflingu - og heimilisfræði