Pavlova

Þessi pavlova er svo bragðgóð og falleg, hún er fullkomin við sérstök tækifæri. Það er ótrúlega einfalt að búa til þessa tertu og virkilega skemmtilegt að skreyta hana. Ég man ekki hvar ég fann þessa uppskrift upphaflega en í fyrsta skiptið sem ég bjó hana til var handa vinkonu sem átti afmæli og hún elskar pavlovur.
Ég hélt alltaf að pavlova væri frá austur Evrópu en svo er víst ekki. Uppruni Pavlova er frá Ástralíu eða Nýja-Sjálandi og nafnið Pavlova er eftir rússneskri ballerínu sem hét Anna Pavlova.

Pavlova

Und­ir­búið plötu. Setjið bök­un­ar­papp­ír á plötu og teiknið hring, ann­an 22 cm og minni hring inn í, 13 cm. Hitið ofn í 120 gr. C

4 eggja­hvít­ur

250 gr. syk­ur

1/​4 tsk. salt

2 tsk. maizena-mjöl

1 tsk. hvít­vín­se­dik

Bleik­ur mat­ar­lit­ur

Aðferð:

  1. Setjið eggja­hvít­ur í skál og byrjið að þeyta mjög ró­lega á meðan þið vigtið syk­ur.

  2. Þegar aðeins froða er far­in að mynd­ast bætið þá í hraðann og setjið syk­ur og salt hægt og ró­lega sam­an við.

  3. Bætið svo í hraðann jafnt og þétt al­veg upp og þeytið þar til stíft og glans­andi.

  4. Bætið þá var­lega sam­an við með sleif maizenamjöli og ed­iki.

  5. Takið skeið og setjið mar­engs á hring­inn á papp­ír­inn.

  6. Ef þið viljið lita hann, dýfið prjón í lit og búið til hringi efst í mar­engs­inn svo það mynd­ist marm­ara­áferð.

  7. Setjið inn í ofn og bakið í 2 klst. Slökkvið á ofn­in­um og takið út þegar ofn­inn er orðinn kald­ur. Fínt að slökkva og geyma yfir nótt.

Ofan á:

4-5 dl rjómi

1 tsk. vanillu­drop­ar

2 msk. flór­syk­ur

1 bakki fersk jarðarber

Aðferð:

  1. Setjið krans­inn á kökudisk.

  2. Þeytið rjómann, setjið svo á lægstu still­ingu og setjið vanillu­dropa og flór­syk­ur við.

  3. Skerið jarðarber í bita og hrærið með sleif sam­an við rjómann.

  4. Setjið rjóma-jarðarberja­blöndu á krans­inn.

  5. Skreytið að vild, mér finnst jóla­legt að nota granatepli, rifs­ber, jafn­vel hind­ber og blá­ber. Set nokkr­ar grein­ar af rós­marín (sem kem­ur út eins og greni) og svo dustað yfir með smá flór­sykri.

Make it stand out

Elín Rún Sizemore

Íbúi á Eskifirði. Rafvirki og meistaranemi hjá Háskóla Íslands í heilsueflingu - og heimilisfræði

Previous
Previous

Súkkulaðibitakökur