Súkkulaðibitakökur

Þessa uppskrift fékk ég frá mömmu minni, en hana klippti hún úr kökublaði árið 1961 þegar hún var 17 ára gömul.
Þessar kökur voru aðeins bakaðar á jólunum og alltaf gaman að hjálpa mömmu að baka þær og fá svo að smakka deigið líka. Þegar ég byrjaði að búa og kom með börn sjálf bakaði ég þær alltaf á jólunum og fengu börnin einnig að hjálpa til. Það hefur aðeins breyst í gegnum árin og nú eru þær bakaðar einnig í afmælum og við fleiri tilefni. Þessar kökur eru stökkar á kantanna og dúnmjúkar að innan.

Ég hef alltaf frekar kosið að nota íslenskt smjör í bakstur frekar en smjörlíki, en í þessari uppskrift þá er bara betra að hafa smjörlíki, þá heppnast hún alltaf og kökurnar haldast frekar mjúkar en með smjörinu. Ég hef prófað þær með íslensku smjöri og þær eru ekki eins góðar þá og meiri líkur á að þær misheppnist.

Hráefni:

190 g smjörlíki

170 g sykur

170 g púðursykur

2 egg

340 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk natron

200 g saxað suðursúkkulaði


Aðferð:

  1. Blanda vel saman smjörlíki, sykri og púðursykri.

  2. Bæta svo við eggjum og hrærið vel.

  3. Setjið afgang af hráefnum út í og hrærið vel.

  4. Setjið bökunarpappír á plötu og setjið sirka eina matskeið á plötu með góðu millibili. Það á að nást um 36 kökur í heildina.

  5. Bakið á 185 gráðum í 8-10 mínútur.


Elín Rún Sizemore

Íbúi á Eskifirði. Rafvirki og meistaranemi hjá Háskóla Íslands í heilsueflingu - og heimilisfræði

Previous
Previous

Ávaxtasalat með eggjasósu

Next
Next

Pavlova