Pestó kjúklingur og kryddhrísgrjón

Þessa uppskrift gerði ég í náminu mínu og kemur frá erlendri síðu. Þessi uppskrift kom virkilega mikið á óvart og hefur verið gerður reglulega eftir það.

Kjúklingur

Hráefni:

Fyrir 4

3-4 (680 g) kjúklingabringur.

Sjávarsalt.

8-10 beikonsneiðar.

1,5 bolli pestó.

170 g sterkur cheddar ostur rifinn.

1,5 bolli Cherry tómatar.

1 mtsk fersk skorin basilika .

1 mtsk olífuolía.

steinselja, basilíka eða annað til að skreyta.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C.

  2. Skerið kjúkklingabringur í tvennt langsum, en ekki alla leið. Setjið filmu yfir og berjið bringurnar með kjöthamri. Setjið salt og pipar á báðar hliðar.

  3. Setjið beikon á yfirborðið og setjið kjúklingabringurnar á þær.

  4. Setjið pestó á báðar bringurnar og svo cheddarostinn.

  5. Rúllið upp bringunum og festið með tannstönglum á sitthvorn enda hverra bringu.

  6. Hitið olíu á pönnu á meðalhita. Setjið kjúklinginn á og steikið á öllum hliðum í um 6-8 mínútur.

  7. Setjið bringurnar í eldfast mót eða hafið áfram á pönnunni ef hún má fara í ofninn. Setjið cherry tómata á og setjið í ofnin í um 13-15 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef þið notið kjöthitamæli ætti hann að lesa 75°C.

  8. Skreytið með söxuðum jurtum og njótið.

Kryddgrjón

Uppskrift:

225 ml vatn.

Smá sjávarsalt.

1/2 tsk túrmerkik

1 kjúklingakraftur.

150 ml hrísgrjón.


Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott ásamt kjúklingakraft og túrmerik í vatnið og látið suðuna koma upp og svo hrísgrjón.

  2. Látið malla í um 13 mínútur og passið að hræra reglulega.

  3. Takið af hitanum, stráið salti yfir og hrærið.

  4. Setjið lok yfir og látið standa undir loki í 10 mínútur.

Elín Rún Sizemore

Íbúi á Eskifirði. Rafvirki og meistaranemi hjá Háskóla Íslands í heilsueflingu - og heimilisfræði

Previous
Previous

Lerkisveppasúpa í einum grænum og kaldhefað brauð

Next
Next

Grjónagrautur í le creuset