Lerkisveppasúpa í einum grænum og kaldhefað brauð
Lerkisveppasúpa
Hráefni
20 g smjör
Góð lúka af þurrkuðum lerkisveppum
½ lítri rjómi (má líka blanda með mjólk ef maður vill hafa hana léttari)
2 msk púrtvín
2 stk sveppakraftur
1 stk grænmetiskraftur
Aðferð:
Allt sett í pott og látið sjóða í um það bil 5 mínútur.
Súpan er svo maukuð með töfrasprota.
Þynna með smá vatni ef manni finnst súpan vera of þykk.
Kaldhefað brauð (svipað og focaccia)
Búið til deigið kvöldið áður.
600 g hveiti
1 lítill poki þurrger (ca 12 gr eða 2 tsk)
2 tsk salt
½ volgt vatn
Ólífuolía eða olía úr fetaostakrukku
Öll hráefni sett í skál og hrært með sleif (er klístrað).
Deig sett í kæli í ca 8 klst.
Skellið deiginu á plötu (eða í eldfast mót).
Penslið með ólífuolíu, eða olíu af fetaosti í krukku. Má krydda með þurrkuðu timjan eða oríganó eða bara því sem manni finnst gott og strá svo smá flögusalti yfir. Gott að setja líka sólþurrkaða tómata, fetaost eða bara því sem manni dettur í hug.
Bakið í 30 mínútur við 200°C
Hjónin Hulda Guðnadóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson, íbúar á Reyðarfirði og miklir matgæðingar