Fiskur í felum

Þessi uppskrift er frá systur minn en uppruni hennar er úr Gulur rauður grænn og salt. En þar sem ég er ekki góð í að fara eftir uppskriftum þá hefur hún breyst ansi mikið og ekkert mjög lík þeirri upprunalegu. Í upprunalegu uppskriftinni er kjúklingur en ég breytti henni nota fisk í staðinn.

Þessi uppskrift verður aldrei eins þar sem ég nota oft meira af einu og minna af öðru, enda smakkast þessi réttur aldrei eins hjá mér, en hann er alltaf góður. Það er sniðugt að nota afganga af grænmeti. Þetta er hentug uppskrift til að leika sér með krydd og hráefni.

Hráefni:

ca 1. kg fiskur (ýsa ða þorskur)

ef til eru soðin hrísgrjón, nota ég þau

1 laukur skorinn

ca 200g beikon í litlum bitum

ca 15-20 döðlur

ca 200 g spínat (ef er eitthvað af soðnum gulrótum setja með, ég nota mikið afganga)

2 egg

4 msk mæjónes

Smá vatn

250 ml rjómi

3-5 msk rjómaost eða skinkumyrju

1 grænmetis - eða kjúklingateningur

Sítrónupipar, salt eða annað krydd að eigin vali.

Aðferð:

  1. Látið hrísgrjónin í botn á eldföstu móti, ef hrísgrjón eru ekki notuð set ég fiskinn beint í mótið og krydda með sítrónupipar og salti (eða það sem þú vilt).

  2. Brúnið beikon á pönnu, þegar það er orðið brúnt bætið lauk við og brúnið.

  3. Setjið smá vatn á pönnuna eða þannig að það fljóti rétt yfir beikonið og laukinn og bætið við tening. Bætið við döðlum. Látið malla í 5-10 mínútur.

  4. Setjið spínatið yfir fiskinn og það grænmeti sem á að nota.

  5. Bætið Rjómanum og rjómaosti (eða skinkumyrju) á pönnuna og látið malla í um 5 mínútur.

  6. Allt á pönnunni sett í eldfasta formið og dreifið jafnt yfir. Dreifið döðlum yfir.

  7. Inn í ofn í ca 10-20 mínútur.

  8. Mæjónes og egg hrært saman létt með gaffli og hellt yfir fatið og jafnað út.

  9. Látið aftur í ofninn og takið út þegar það hefur bakast og orðið gull brúnt.




Sif Kjartansdóttir

Búsett á Breiðdalsvík en kem úr Keflavík. Starfa um næstum alla firði í Fjarðabyggð.  Á 5 uppkominn börn og 6 barnabörn. Hef gaman af að gera góðan mat, og borða er ennþá skemmtilegra.


  

Next
Next

Lerkisveppasúpa í einum grænum og kaldhefað brauð