Jarðaber í sparifötum

Einföld og skemmtileg hugmynd sem flestallir elska! Þetta klárast allavega alltaf hvert sem ég geri . Tilvalið við flest öll tækifæri eða sem eftirréttur án þess að vera með of mikið samviskubit.


Hráefni:

Jarðaber

Súkkulaði

Hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Skolið og þurrkið jarðaberin mjög vel, þau mega alls ekki vera rök.

  2. Bræðið suðursúkkulaði yfir vatnsbaði eða örbylgjuofni.

  3. Dýfið jarðaberjunum eins langt og þið viljið í súkkulaðið og hristið aðeins af áður en þið flytjið yfir á bökunarpappír- leyfið að storkna (hægt að hafa bökunarpappírinn á bretti sem er flutt inn í ísskáp til að flýta fyrir.

  4. Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði/örbylgjuofni og setjið í brúsa með litlu gati (einnig hægt að nota zip-lock poka og klippa gat á endann.

  5. Rennið hvítu súkkulaðibununni fram og aftur eftir hverju jarðaberi- leyfið að storkna að nýju.


Elín Rún Sizemore

Íbúi á Eskifirði. Rafvirki og meistaranemi hjá Háskóla Íslands í heilsueflingu - og heimilisfræði.

Previous
Previous

Ávaxtasalat með eggjasósu

Next
Next

Hrökkbrauð og rautt pestó